Jörðin Brekka

Byggingasvaedi_5

Jörðin Brekka er landnámsjörð og er um 940 hektarar að stærð, með stærri jörðum á þessu landshorni.  Í Harðarsögu- og Hólmverja er sagt frá Önundi á Brekku landnámsmanni.

Víða er hér brattlent, holt og grasgefnar valllendisbrekkur.  Landið hallar allt í suður og suðvestur, frá fjalli og niður að sjó.  Það liggur því vel við sólu og ræktunarskilyrði eru góð. Efst er Brekkukamburinn (650m) með ljósum líparítlögum sem eru eins og sólskinsblettir úr fjarðlægð sé og sést víða að.  Þar fyrir ofan er allmikið heiðaland. Þúfufjall (540m) er fyrir vestan Brekkukamb, en þar á milli er Brekkuskarð sem var áður leið yfir í Svínadal framanverðan. Ræktunarland er hér takmarkað, en grasgefið.
Vestan við Brekkuhöfðan var naust og heimræði sem enn er notað þegar menn sækja sér fisk í soðið.
Í klettum meðfram ströndinni er fuglalíf töluvert.  Þar eru einnig holufyllingar í bergi.  Þar glitrar víða á glópagull (pyrit) og líparítsteina.
Landslag er hér mjög fagurt og tilkomumikið.

Jörðin var fyrrum talin 30 hundruð og var eign Skálholtsstóls árið 1706.  Hér var hálfkirkja til forna.  Um tíma á 16. öld var jörðin eign Viðeyjarklausturs.  Hún varð síðan bændaeign 1787.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s